Æfingabúðir standa yfir

Nú standa yfir æfingabúðir á Akureyri og þegar þessi orð eru skrifuð er ísæfing í gangi, en stelpurnar voru mættar í skautahöllina kl. 08:00 í morgun.  Bjarnarstúlkurnar sem komu að sunnan í gær lentu í miklum hremmingum á leið sinni til Akureyrar þar sem bíllinn sem þær ferðuðust með endaði utan vegar á Öxnadalsheiðinni.  Sem betur fer urðu engin meiðsli á fólki en færðin var erfið og veðrið vont.
En á leiðarendu komust allir og nú er tekið á því á ísnum enda hart barist um síðustu stöðurnar í landsliðinu.  Sarah Smiley þjálfari mun að loknum þessum æfingabúðum tilkynna endanlegan hóp sem halda mun til Rúmeníu í mars.