Frídagur í dag

Í dag var frídagur og hópurinn nýtti hann á mismunandi hátt.  Sumar áttu pantaðan nudd tíma, aðrar eru að ná sér af veikindum og meiðslum, nokkrar fóru í búðir og nokkrar slógust í för með Eistlendingum í ferð til að skoða kastala Dracula greifa hér í Transilvaníu.  Allar voru ánægðar með daginn sem endaði á því að "busar" liðsins voru teknir í smá undirbúning fyrir vígslu, fararstjórn fundaði og þjálfari lagði drög að næsta leik með sínum lykilleikmönnum. Sem sagt allt á fullu í öllum hornum. Leikur morgundagsins er við Króata og er ljóst að við þurfum að sýna okkar bestu hlið til að ná hagstæðum úrslitum.