Nýsjálendingarnir sterkir

Úrslit fyrsta leiks keppninnar var tap íslenska liðsins gegn Nýja sjálandi 0-10. Í fyrsta leikhluta voru skoruð 4 mörk, 2 í öðrum og síðan 4 mörk í þriðja og síðasta leikhluta. Besti leikmaður íslenska liðsins var kosin Rósa Guðjónsdóttir en hún fékk loksins hokkítöskuna sína í fyrsta hléi og rétt náði að reima á sig sína eigin skauta áður en annar leikhluti byrjaði. Okkar stelpur unnu vel í leiknum og náðu betra spili eftir því sem leið á leikinn en áttu ekki mótsvar við geysisterkum mótherjunum. Ingibjörg lánaði Rósu gallann sinn og hafa þær því haft númeraskipti, Rósa nr. 4 og Ingibjörg nr.21 það sem eftir lifir keppni.  Karitas var í marki fyrstu tvo leikhlutana en í þriðja leikhluta kom María inn á.  Nýsjálensku stúlkurnar hafa haft sama þjálfara í 3 ár og komu til keppninnar beint frá viku æfingarbúðum í Kanada.  Þær virðast vera sterkasta lið keppninnar svo leiðin hlýtur bara að liggja upp á við fyrir okkar stúlkur.