Kvennalandslið - þjálfarateymi

Ben DiMarco
Ben DiMarcoStjórn ÍHÍ ákvað á fundi sínum í gær hverjir skipuðu þjálfarateymi íslenska kvennalandsliðsins sem leikur í 2. deild b-riðils HM-móts sem fram fer í Reykjavík í mars á næsta ári.

Ben DiMarco verður aðalþjálfari liðsins. Ben, sem er bandaríkjamaður, hefur leikið íshokkí frá barnsaldri og er um þessar mundir leikmaður Skautafélags Akureyrar en einnig sér hann um þjálfun hjá félaginu. Ásamt því að leika íshokkí hefur Ben setið þrjú stig í þjálfaranámskeiðum hjá USA Hockey og einnig þjálfa kvennalið í þrjú ár í heimalandi sínu.Aðstoðarþjálfarar Bens verða tveir. Það eru þær Hanna Rut Heimissdóttir og Sigríður Finnbogadóttir. Báðar léku þær með Birninum ásamt því að leika með landsliði Íslands þangað til fyrir skömmu, en hafa nú snúið sér að störfum innanhreyfingarinnar. Hanna Rut er aðstoðarþjálfari meistaraflokks kvenna hjá Birninum en einnig sér hún um að vinna að brautargengi kvennahokkís þar. Sigríður tók hinsvegar að sér í byrjun þessa tímabils að þjálfa kvennalið Skautafélags Reykjavíkur

HH