Kvennalandslið Íslands í 3ja sæti á heimsmeistaramótinu

Kvennalandslið Íslands í íshokkí fékk brons medalíu um hálsinn á heimsmeistaramótinu sem stóð yfir dagana 17.-23. mars síðastliðinn.

Mótið var haldið í Valdemoro sem er rétt sunnan við Madrid á Spáni.  Þáttöku þjóðir auk Íslands voru Rúmenía, Tyrkland, Spánn, Nýja Sjáland og Kínverska Tapei.

Staðan í mótslok var þannig að Spánn vann mótið, Kínverska Tapei varð í öðru sæti, Ísland í því þriðja, Tyrkland í fjórða og Rúmenía rak lestina.

Nánari upplýsingar um úrslit leikja, nöfn leikmanna og starfsfólks má finna á heimasíðu mótsins, ýta hér.

Innilega til hamingju með árangurinn.