Kvennalandslið Íslands hefur leik í Englandi

Kvennalandslið Íslands mætir heimakonum frá Stóra Bretlandi í dag kl.19:00 að staðartíma, eða kl.18:00 að íslenskum tíma, í Motorpoint Arena í Nottingham.     Íslenska liðið mætir inn í þetta mót fullmannað og klárt í komandi átök.   Aðrir mótherjar í þessu móti eru sterkt lið Suður-Kóeru og Slóvenía.   Leiknir verða 3 leikir á 4 dögum þannig að dagskráin er snögg og krefjandi.   Leikmenn, þjálfarar og annað starfsfólk liðsins hélt utan á mánudaginn síðasta og hafa undirbúið sig vel fyrir komandi leiki.

Hægt að sjá nánar um mótið á heimasíðu IIHF og þessum leikjum verður streymt á netinu og hægt er að sjá útsendingardagskrá hér.