Kvennalandslið Íslands hefur leik á morgun

A-landslið kvenna er mætt til Andorra þar sem þær munu keppa á HM Div2A.  Þar mæta þær kvennalandsliðum Kazakhstan, Spánar,  Mexíkó, Tæívan (Kínverska Taípei) og Belgíu.  Fyrirfram má búast við nokkuð spennandi keppni en Ísland keppti á móti bæði Mexíkó og Taívan á síðasta ári en tapaði báðum viðureignunum með aðeins einu marki.    Leikirnir gegn Spáni, Kazakhstan og Belgíu verða ákveðin áskorun fyrir okkar konur þar sem Belgía var að koma upp í Div2B, þar sem þær unnu alla sína leiki nokkuð sannfærandi, og svo Kazakhstan, sem var að koma niður úr Div1B þar sem þær töpðu nær öllum sínum leikjum með einu marki fyrir utan leik gegn Ítalíu þar sem þær töpuðu 3 - 0.

En okkar konur hafa æft vel undanfarin misseri undir dyggri stjórn Jóns Benedikts Gíslasonar, Kim McCullough og annara starfsmanna liðsins og það verður gríðarlega spennandi að sjá komandi leiki en fyrsti leikur liðsins er einmitt á morgun, sunnudaginn 7. apríl, kl.18:00 að íslenskum tíma og mætum við heimakonum, þeim spænsku, í fyrsta leik.

Kvennalandslið Íslands 2024

Aðalheiður Anna Ragnarsdóttir
Amanda Bjarnadóttir
Andrea Diljá Bachmann
Anna Sonja Ágústsdóttir
Berglind Rós Leifsdóttir
Birta Júlía Þorbjörnsdóttir
Elín Darko
Elisa Sigfinnsdóttir
Eva Hlynsdóttir
Gunnborg Petra Jóhannsdóttir
Herborg Rut Geirsdóttir
Inga Rakel Aradóttir
Katrín Rós Björnsdóttir
Kolbrún Björnsdóttir
Kolbrún María Garðarsdóttir
Laura-Ann Murphy
Magdalena Sulova
Saga Margrét Sigurðardóttir
Sigrún Agatha Árnadóttir
Silvía Rán Björgvinsdóttir
Sunna Björgvinsdóttir
Teresa Regína Snorradóttir

Jón Benedikt Gíslason - Aðalþjálfari
Kim McCullough - Aðstoðarþjálfari
Shawlee Gaudreault - Aðstoðarþjálfari
Hulda Sigurðardóttir - Tækjastjóri
Vera Ólafsdóttir - Sjúkraþjálfari
Brynja Vignisdóttir - Liðsstjóri

Hægt verður að fylgjast með gangi mála á vef IIHF og á Youtube-síðu spænska íshokkísambandsins