Króatía - Ísland

Frá leiknum í gærkvöld
Frá leiknum í gærkvöld

Íslenska kvennalandsliðið lék í gærkvöld sinn þriðja leik á HM í 2. deild kvenna þegar liðið beið lægri hlut gegn Króatíu sem gerði þrjú mörk gegn engu marki íslenska liðsins. Með sigri fór króatíska liðið langt með að tryggja sér sigur í deildinni.

Íslenska liðið átti á brattann að sækja og þá sérstaklega í fyrstu tveimur lotunum. Leikmaður Króata númer fimm, Posavec Kruselj er yfirburðaleikmaður í liðinu og ekki ólíkegt að hún vinni til verðlauna sem slíkur í mótslok. Það var þó ekki fyrr en eftir miðjan leik sem hún kom króötum yfir þegar íslenska liðið var manni undir á ísnum. Rétt einsog í fyrsta leiknum fóru íslensku leikmennir töluvert of í boxið en liðið fór nálægt því að spila einum leikmanni færri í heila lotu. Í síðustu lotunni jafnaðist leikurinn nokkuð út og íslenska liðið fékk tækifæri til að skora en því miður gekk það ekki í þetta sinn.

Refsingar Íslands: 18 mínútur.

Mynd: Elvar Pálsson

HH