Króatía 2. hluti

Þriðjudagurinn var frídagur hjá okkar mönnum og þá gafst tækifæri til að skoða Zagreb að einhverjum hluta. Zagreb er stærsta  borgin í Króatíu og staðsett í norðvestur hluta landsins og í borginni búa rúmlega 800 þús. manns.  
Miðbærinn og næsta nágrenni skartar eldri húsum, miklum og fallegum, en sumstaðar má sjá að viðhaldi er nokkuð ábótavant. Einnig virðist vera töluvert framboð af spray-málingarbrúsum því nokkuð af húsunum eru með misjafnlega góðum listaverkum á sér. Borgin er þó snyrtileg og eitt og annað að sjá.

Daginn eftir var síðan komin sama gamla góða rútínan á og leikur við Búlgara á dagskrá. Ísland hefur ekki borið sigur af búlgörum í keppni karlalandsliða áður. Eftir að hafa horft á bæði liðin var maður nokkuð viss um að fyrsti sigurinn væri skammt undan og svo varð raunin. Sigurinn varð kanski ekki eins stór og maður átti von á en góðir sprettir sáust í leiknum og þá sérstaklega í 2. lotu. Mbl.is hélt út beinni lýsingu frá leiknum en maður leiksins var valinn Emil Alengaard sem tjáði sig um leikinn hér. Olaf Eller þjálfari liðsins hafði einnig sitthvað að segja um leikinn. Kristján Maack var að sjálfsögðu á staðnum með sín tæki og tól.

Mynd: Kristján Maack

HH