Kostnaðarþátttaka í janúarverkefnum

Nú er rétt rúmur mánuður þar til bæði U18 stúlkna og U20 drengja halda utan til keppni á heimsmeistaramóti Alþjóða Íshokkísambandsins. 

U18 stúlkna leikur í annarri deild B og verður það mót haldið í Sofiu Búlgaríu. Þar leika stúlkurnar við heimamenn í Búlgaríu, Mexíkó, Belgíu, Nýja sjáland og Suður Afríku.   

U20 drengja leikur einnig í annarri deild B og mótherjar þeirra eru heimamenn Serbar, Nýja sjáland, Rúmenía, Belgía og Taívan (kínverska Taípei).


Kostnaðar þátttaka keppenda í báðum þessum ferðum verður 180.000.- Þeir keppendur sem þurfa að fá vottorð vegna skóla eða óska eftir staðfestingarblaði til þess að sækja styrki geta snúið sér til skrifstofu ÍHÍ.