Konurnar til S-Kóreu

Eins og í karlaflokknum var fyrirkomulaginu í kvennaflokki breytt á nýliðnu þingi Alþjóða íshokkísambandsins (IIHF) Nú er deildum styrkleikaskipt og eftir styrkleikaskiptingu lá ljóst fyrir að íslenska liðið yrði í b-riðli 2. deildar. Með íslendingum í riðli eru: Belgía, Pólland og S-Kórea, ásamt tveimur öðrum liðum sem þurfa að fara í forkeppni til að vinna sér rétt til keppni.

S-Kórea var eini umsækjandinn um keppnia og því býður stúlknanna langt ferðalag á nýjar slóðir en gert er ráð fyrir að mótið verði haldið í Seúl dagana 10 - 16 mars.

HH