KFC mót í Laugardal, 23. til 24. apríl 2016

KFC mótið 2016 Laugardal
KFC mótið 2016 Laugardal

Um næstu helgi fer fram KFC mót í Laugardal.  150 keppendur 12ára og yngri munu mæta á ísinn og eiga frábæra helgi saman.  Við hvetjum fjölskyldur og alla aðra til að mæta og styðja við þessa frábæru iðkendur íshokkí.  Dagskráin er þétt - mótið er stórt og því ber að fagna.  Þessa krakka eigum við vonandi eftir að sjá á ísnum komandi fjölmörg ár og er um að gera að standa þétt við bakið á þessum glæsilega hóp. Minnum alla á að fá sér KFC, fyrir og eftir mót, KFC er styrktaraðili þessa móts.  Foreldrakaffið verður á sínum stað og nú er um að gera að mæta vel klædd og hafa með sér góða skapið, enda ekkert annað hægt, sumarið er tíminn...  góðar stundir.

KFC mótið 2016 í Laugardal