Kaupmannahöfn - Zagreb

Eins og kom fram hér á síðunni okkar hefur karlalandsliðið verið á fullu að undirbúa sig fyrir 2. deildina á HM. Mótið hefst á morgun sunnudag en fyrsti leikur íslenska liðsins er gegn heimamönnum Króötum.
Einsog kom fram í síðustu frétt okkar af ferðalaginu var fyrirhugaður leikur gegn Herning um kvöldið. Leikurinn var hinn ágætasti og endaði með sigri íslenska liðsins sem gerði fimm mörk gegn engu marki Herning.  Myndir úr leikjunum má sjá á heimasíðu tækjastjórans, Kristjáns Maack, en fyrri leikurinn er hér og sá seinni hér.

Daginn eftir var tekin æfing um miðjan morgun en stuttu eftir hádegi var gefið frí og þeir leikmenn sem vildu fóru niður í bæ.  Samgöngur í Danmörku eru góðar og því lítið mál að ferðast svo lengi sem menn muna eftir að borga.

Flugið frá Kaupmannahöfn niður til Zagreb gekk ágætlega fyrir sig. Flugvélin var reyndar í minna lagi og fór hægt yfir en flugið tók rúmlega tvo tíma.

Liðið hefur síðan æft tvisvar sinnum eftir komuna en svo heppilega vill til að höllin er í stuttu labbfæri við hótelið þannig að samgöngur eru jafnvel enn auðveldari en í Köben. Ekki skemmir veðrið fyrir hérna og á morgun er spáð 21 C hita einhverri sól.

Mynd: Kristján Maack

HH