Karlaliðið leikur heima.

Á aðalfundi IIHF var Íslandi úthlutað Heimsmeistarakeppni karla 3. deild. Ljóst er því að karlalið okkar leikur hér heima við lið Tyrklands, Mexíkó, Armeníu og Írlands.
Ekki er enn ákveðið hvar verður leikið né heldur hvaða dagsetningar er um að ræða ákvörðun um það verður tekin á næstu vikum. Heimavöllurinn skiptir okkur miklu máli í því markmiði okkar að komast upp í aðra deild heimsmeistarakeppninnar. ÁFRAM ÍSLAND