Handbók - upphitunargallar

Vegna breytingar á staðsetningu keppninnar hefur ekki enn verið hægt að gefa út handbók eins og ævinlega er gert fyrir hvert mót. Alþjóða Íshokkísambandið gaf eistneska sambandinu frest til að skila nýjum upplýsingabæklingi varðandi mótið og rennur sá frestur út í kvöld. Við ættum því að fá bæklinginn vonandi fljótlega eftir það og í framhaldinu verður hægt að setja saman handbók.

Eitthvað vantar upp á að allir Bauer upphitunargallarnir hafi skilað sér. Leikmenn sem hafa eða vita um galla eru vinsamlegast beðnir að koma þeim til skila. Gallarnir eru eign ÍHÍ.

HH