Mánudagur til margra góðra verka

Mánudagur til mæðu stóð allavega ekkert sérstaklega vel undir nafni að þessu sinni. Þrátt fyrir að ýmislegt smálegt gengi á var dagurinn í heild sinni góður. Í það minnst byrjaði hann mjög vel fyrir liðið því æfingin var um og eftir hádegi og því gafst mönnum tækifæri á góðum nætursvefni. Það var eimitt það sem mönnum vantaði til að koma svefnvenjum sínum á rétt ról eftir ferðalagið. Æfingin var klukkan eitt gekk blússandi vel. Ingvar Þór og Orri voru mættir aftur á ísinn en Sigurður Óli er enn slæmur í öxlinni og því nokkuð víst að hann spilar ekki fyrsta leikinn með okkur. Vonum það besta samt með framhaldið. Eftir æfingu var frjáls tími. Reyndar var byrjun hans mjög frjálsleg því liðið safnaðist saman fyrir framan hótelið og þar fór fram nýliðavígsla. Allir komust ósárir út úr henni og mér skilst að hana megi sjá á Facebook síðu einhvers landsliðsmannsins. Eftir það héldu flestir leikmenn niður í bæ að skoða úrvalið í búðunum eða bara að fá sér göngutúr. Liðin eru eitt af öðru að mæta til leiks og með íslenska liðinu á gangi er lið Norður-Kóreu. Þeim gangi hefur því verið breytt í asíska matstofu því drengirnir í kóreu liðinu elda á herberjum sínum og einungis fararstjórnin borðar í matasalnum. Ekki er nú vitað hvort þeim líkar ekki kjöt eða hvort ekki er ætlast til að þeir sjái lystisemdir hins vestræna heim. Allavega var séð til þess að þeir sæu hann ekki í gegnum sjónvarp því öll sjónvörp voru tekin af herbergjum þeirra. Dásamlegt hlýtur lífið í hinu stór kommúníska ríki að vera, eða þannig. Seinni partur dags og byrjun kvöld fór í fundi bæði hjá fararstjórn og þjálfurum. Richard þjálfari kallaði hvern og einn leikmann á sinn fund og ræddi við þá málin. Fararstjóri og tækjavörður skiptu hinsvegar með sér fundum á vegum mótshaldara. Eitthvað var karpað á vegabréfafundinum en á endanum hafðist þetta allt og allir leikmenn Íslands komnir með skráningu inn á mótið. Serbarnir eru hinsvegar enn að brasast með sína nýju serba og þegar þetta er skrifað hefur liðslisti þeirra ekki enn verið birtur. Eftir alla fundarsetuna héldu menn til herbergja sinna en nú er bara beðið eftir fyrsta leiknum sem er gegn Kínverjum.  

Myndina tók Pétur Maack

HH