Denni þúsunþjalasmiður

Í gær þegar íshefillinn var búinn að vera dágóða stund á ísnum, var Sveini Björnssyni hætt að lítast á blikuna.  Hann starfaði hér á árum áður í skautahöllinni á Akureyri og í mörg ár á útisvellinu en þar var einmitt notast við alveg eins Zamboni og bilaði í gær.  Á þeim árum útskrifaði reynslan Denna með doktorspróf í ísheflahræjum sem þessum og á meðfylgjandi mynd má sjá Denna kominn með járnskaft í hönd að brasa við íshefilinn.