Ísland sigrar Nýja Sjáland 6 - 3

Rétt í þessu var að ljúka leik Íslands og Nýja Sjálands á fyrsta keppnisdegi hér í Newcastle í Ástralíu.  Þessi lið hafa nokkrum sinnum áður mæst og hingað til hefur Ísland alltaf borið sigur úr býtum.  Leikurinn í kvöld var engin undantekning þrátt fyrir að Ný Sjálendingarnir hafa styrkst mikið frá síðustu viðureign.  Leikur íslenska liðsins var með ólíkindum góður, mikil barátta í liðinu, staðfesta í vörninni og frumleiki og kraftur í sókninni.  Leikmennirnir spiluðu sem lið og það skilaði sér í einum besta leik sem íslenska liðið hefur leikið í alþjóðlegri keppni. 
 
Fjöldi áhorfenda var á leiknum og stemningin í höllinni sem skilaði sér til leikmanna.  Þó varð töluverð töf á því að leikurinn hæfist þar sem íshefillinn bilaði og stoppaði inni í ísnum og gríðarlegan tíma tók að finna ráð til að koma honum útaf.  Þess má geta að íshefill er nálægt þremur tonnum á þyngd.  Leikurinn hófst því ekki fyrr en 90 mínútum og seint, og ekki fyrr en fílefldir leikmenn íslenska liðsins fóru inn á ísinn og ýttu ferlíkinu út úr húsinu undir dynjandi lófataki áhorfenda.  Þessi óvenjulega upphitun reyndist hin allra besta.
 
 Það var svo Emil Alengard sem skoraði fyrsta mark leiksins eftir sendingu frá Robin Hedström á 6. mínútu.  Ný Sjálendingar jöfnuðu leikinn með góðu gegnumbroti nokkrum mínútum síðar en Daði Örn Heimisson náði aftur forystunni með jafnvel ennþá betra gegnumbroti á 18. mínútu.  Þannig stóðu leikar eftir 2. lotu. 
 
Jón Gíslason jók forystuna á 2. mínútu 3. lotu með skoti frá bláu línunni í power play eftir sendingu frá Birki Árnasyni.   Jónas Breki Magnússon bætti svo öðru marki eftir langa sendingu frá Ingvari Jónssyni sem fékk pökkinn frá Dennis Hedstöm í markinu.  Næsta mark áttu Ný Sjálendingar en okkar menn voru fljótir að svara með marki frá Steinari Grettissyni með aðstoð Emils Alengards.
Staðan var því orðin vænleg þegar 3. Lota hófst, 5 2.  Síðasta lotan var miklu jafnari en hinar en bæði lið skoruðu eitt mark, en það var Stefán Hrafnsson sem skoraði fyrir Ísland eftir sendingu frá Emil.
 
Frábær byrjun hjá liðinu á mótinu og vonandi vísir af því sem koma skal.   Áfram Ísland.