Komudagur á heimsmeistaramótið

Nú eru menn óðum að jafna sig eftir ósigur gærdagsins.  Nú er búið að liggja yfir leikskýrslunni og rýna í smáatriðin og þar kemur m.a. fram að við áttum 55 skot á móti 24 áströlskum og að skora aðeins eitt mark í 55 tilraunum er hvergi nærri gott.  Þó má gera ráð fyrir því að ástralski markvörðurinn er örugglega marinn á maganum í dag því þangað rötuðu a.m.k. 50 skot af þessum 55. 
 
Liðið glímir jafnframt við smá meiðslavandræði en bæði Jónas Breki og Jón Gísla gátu ekki klárað leikinn í gær sökum meiðsla.  Brekinn á við axlarmeiðsli að stríða en strákarnir segja að það sé ekkert skrítið að hann sé farinn að missa úr leiki, enda aldursforseti leiksins og gengur undir nafninu gamli maðurinn.  Jón Gísla meiddist á ökla í úrslitakeppninin og hefur ekki náð sér að fullu enn.  Hann kveðst þó ætla að spila alla leikina en hætti í gærkvöldi þegar hann fór að finna til, til þess að spara kraftana fyrir mótið.
 
Klukkunni var breytt í nótt yfir í vetrartíma og því er tímamunurinn á Íslandi og Ástralíu ekki lengur 11 tímar heldur aðeins 10.  Nú eru menn í óðaönn að rísa úr rekkju og ekki verður betur séð að okkur hafi loksins tekist að snúa klukkunni við og ættum því að vera á réttu róli sem eftir er ferðar.
 
Rúta ástralska sambandsins sækir okkur á eftir kl. 09:00 og fer með okkur á æfingu í Newcastle.  Eftir æfinguna tékkum við okkur inn á hótelið og fáum okkur hédegismat og dettum þar með inn í hina venjulegu rútínu heimsmeistaramótsins.  Meira síðar