Ferðatilhögun er enn í vinnslu

Enn er einhver bið á því að endanleg ferðaáætlun verði gefin út vegna ferðarinnar til Ástralíu en stanslausar viðræður fara nú fram við flugfélögin þar sem verið er að semja um yfirvigt.  Það er þó ljóst að brottför frá Íslandi verður miðvikudaginn 2. apríl og lent verður í Sidney að morgni föstudagsins 4. apríl. 
 
Ef allt gengur upp þá eigum við æfingu í Sidney á föstudeginum og æfingaleik á Laudardagskvöldinu.  Á sunnudeginum verður æft í Newcastle og fyrsti leikur mótsins verður á mánudeginum.  Varðandi heimferðina þá er það aðeins meira á reiki því einhverjir leikmenn verða einhverjum degi lengur, en "aðal"brottfarardagurinn verður mánudagurinn 14. apríl.  Okkur þykir leitt hve langan tíma þetta ætlar að taka en það er gríðarlegt hagsmunamál fyrir okkur að ná góðu verði fyrir flugið og hagstæðum samningum um yfirvigt - en flugfélög eru sífellt að herða reglur sínar um yfirvigt.
 
Allar upplýsingar verða birtar hér um leið og þær liggja fyrir.
 
SSS