Allt klárt

Þegar þetta er skrifað eru 4 klukkutímar í fyrsta leik okkar við Mexíkó, við lékum við þá síðast 2004 heima og misstum leikinn í jafntefli og nú er stefnan sett á það að gera betur. Leikmenn eru að hvíla sig og undirbúa fyrir leikinn (liggja á meltunni) Stemmingin í hópnum er góð það verður gaman að sjá liðið leika þennan fyrsta leik.

Þjálfari Kóreu hafði á orði, eftir að vera búin að fylgjast með okkar mönnum á æfingu, að þetta væri liðið sem ætti eftir að koma mest á óvart. Honum kom á óvart hvað liðið leit vel út og vonandi verður hann sannspár. Jæja eins og drengirnir er best að fara að taka til jakkafötin og bindið.

Góðar kveðjur heim..

VG