Góðan dag, allir heima á Fróni !!!

Hér í Suðurkóreu er komin sunnudagsmorgun og liðið fór í morgunmat milli klukkan 7 og 8 í morgun og klukkan 10 var síðan rúta á svellið sem er í 35 mínútna fjarlægð (ef ekki er umferðarteppa). Veðrið hér er þokkalegt skýjað og u.þ.b. 10 stiga hiti. Mengunar þoka liggur yfir borginni og það er fyrst við þessar aðstæður sem að okkur lærist hvað íslenska fjallaloftið er dýrmætt.

Enn er talið ólíklegt að lið N-Kóreu mæti til keppni en það er samkvæmt dagskrá okkar fyrsti leikur á morgun. Við munum halda áfram okkar undirbúning eins og allt sé eins og það eigi að vera því að enn er möguleiki á því að þeir skjóti upp kollinum.

Við erum að reyna að komast í netsamband í skautahöllinni til þess að geta látið vita af því hvernig leikar standa hverju sinni. Yfirleitt hafa menn notast við sms-ið en einsog áður hafði komið fram þá er annað símkerfi í Suður-Kóreu en við eigum að venjast.

Annars bara góðar kveðjur heim héðan frá Seoul.