Karlalandslið HM 2010

Í dag var ákveðið á þingi Alþjóða íshokkísambandsins IIHF) hvar b-riðill 2. deildar karla verður spilaður árið 2010. Að þessu sinni heldur liðið til Tali í Eistalandi og verður keppnin spiluð frá 10 – 17 apríl. Íshokkísamband Íslands sótti einnig um að fá að halda keppnina og var því gengið til atkvæða. Breyting hefur orðið á atkvæðagreiðslum á þingum IIHF því áður greiddu allar þjóðir atkvæði en nú eru það eingöngu þáttökuþjóðir og stjórn IIHF sem greiða atkvæði. Eftir fyrstu atkvæðagreiðslu var staðan jöfn, báðar þjóðir fengu 11 atkvæði og þrír skiluðu auðu. Aftur voru greidd atkvæði og í það sinni fengur Eistar 13 atkvæði en Ísland 12. Fljótlega eftir helgi birtum við niðurstöðu fyrir önnur landslið okkar og einnig frétt af leikreglubreytingum. Leikreglubreytingar eiga að taka gildi keppnistímabilið 2010-11 en ákveðið var að gera undanþágu með þrjár þeirra og taka þær gildi strax á næsta tímabili. Þar er um nokkuð stórar breytingar að ræða á leiknum en allt mun þetta koma í ljós fljótlega.

Myndin er í eigu ÍHÍ

HH