Karlalandslið - Aðstoðarþjálfari

Stjórn Íshokkísamband Íslands hefur ákveðið að Josh Gribben verði aðstoðarþjálfari karlalandsliðs Íslands á komandi tímabili. Josh mun aðstoða Olaf Eller sem nýlega tók að sér þjálfun liðsins.

Josh Gribben hefur undanfarin ár þjálfað lið SA en hann sá einnig um þjálfun U20 ára landsliðs Íslands á síðasta tímabili og mun halda því starfi áfram á þessu tímabili.

Mynd: Björn Geir Leifsson.

HH