Jötnar - SR umfjöllun

Frá leik liðanna á laugardaginn.                                                                                                 Mynd: Elvar Freyr Pálsson

Jötnar tóku á móti Skautafélagi Reykjavíkur á  laugardagskvöldið og fór leikurinn fram á Akureyri. Leiknum lauk með sigri Jötna sem gerðu fjögur mörk gegn þremur mörkum SR-inga.


SR-ingar  höfðu frumkvæðið hvað markaskorun varðaði í byrjun leiks og það var Sindri Björnsson sem kom þeim yfir um miðja fyrstu lotu. Andri Sverrisson jafnaði hinsvegar  metin fyrir Jötna áður en lotan var á enda og staðan því 1 – 1 að lokinni fyrstu lotu.

Í annarri lotu náðu SR-ingar síðan tveggja marka forystu með mörkum frá Steinari Páli Veigarssyni og Daníel Hrafni Magnússyni.  Sigurður Reynisson minnkaði hinsvegar  muninn fyrir Jötna áður en lotan var á enda og staðan því 2 – 3 að lokinni annarri lotu. 

Þriðja lotan var síðan eign Jötna en með mörkum Zdenek Prochazka og Hermanns Sigtryggssonar náðu þeir að tryggja sér stigin þrjú sem í boði voru. 

Mörk/stoðsendingar Jötnar:
Zdenek Prochazka 1/1
Sigurður Reynisson 1/1
Hermann Sigtryggsson 1/0
Andri Freyr Sverrisson 1/0

Refsingar Jötna: 14 mínútur.

Mörk/stoðsendingar SR:
Sindri Björnsson 1/0
Steinar Páll Veigarsson 1/0
Daníel Magnússon 1/0
Guðmundur Þorsteinsson 0/1
Tómas Ómarsson 0/1

Refsingar: 12 mínútur.