Jötnar - SR Fálkar umfjöllun

Frá leiknum í gærkvöld
Frá leiknum í gærkvöld

Jötnar og SR-Fálkar léku í gærkvöld á íslandsmóti karla og fór leikurinn fram norðan heiða. Leiknum lauk með sigri SR-Fálka sem gerðu þrjú mörk gegn tveimur Jötna.

Bæði lið státuðu nokkuð af ungum leikmönnum en það var eimitt yngsti leikmaðurinn á ísnum, Sölvi Freyr Atlason, sem gerði fyrsta mark leiksins þegar hann kom SR-Fálkum yfir í fyrstu lotu. Þetta var fyrsti leikur Sölva Freys í meistaraflokki og því jafnframt fyrsta mark hans í flokknum. Baldur Líndal bætti síðan við öðru marki fyrir gestina áður en lotan var úti.
Rétt fyrir miðja aðra lotu nýttu SR-Fálkar sér að vera manni fleiri á ísnum þegar Guðmundur Þorsteinsson kom þeim í þægilega 0 – 3 stöðu. Jötnar minnkuðu hinsvegar muninn niður í eitt mark áður en lotan var úti. Fyrra markið átti Róbert Guðnason en þetta var jafnframt hans fyrsta mark í meistaraflokki. Síðara mark Jötna átti Elvar Jónsteinsson en hann, ólíkt öðrum maraskorurum í leiknum, hefur spilað íshokkí í á þriðja áratug með hléum og telst því ekki til unglambanna.
Ekkert mark var skorað í þriðju og síðustu lotunni og stigin þrjú voru því SR-Fálka.

Mörk/stoðsendingar Jötnar:

Róbert Guðnason 1/0
Elvar Jónsteinsson 1/0
Helgi Gunnlaugsson 0/1

Refsingar Jötnar: 6 mínútur.

Mörk/stoðsendingar SR Fálkar:

Sölvi Freyr Atlason 1/0
Baldur Líndal 1/0
Guðmundur Þorsteinsson 1/0
Daníel Melstað 0/1
Kári Guðlaugsson 0/1
Viktor Svavarsson 0/1

Refsingar SR Fálkar: 4 mínútur

Mynd: Elvar Freyr Pálsson

HH