Jötnar - SR Fálkar umfjöllun


Úr leik liðanna á laugardaginn.                                                                                         Mynd: Sigurgeir Haraldsson



Jötnar og SR- Fálkar léku á laugardaginn á íslandsmótinu í íshokkí og lauk leiknum með sigri Jötna sem gerðu 3 mörk gegn 1 marki SR Fálka. Þetta var annar sigur Jötna á tímabilinu en SR Fálkar hafa enn náð stigi.

Jafnvægi var með liðunum í fyrstu lotu en markverðir beggja liða náðu að halda hreinu og því staðan 0 - 0 að lokinni fyrstu lotu.

Í annarri lotu hresstust Jötnar við og sóttu töluvert meira en SR Fálkar og uppskáru tvö mörk. Jóhann Leifsson átti fyrra markið en það síðar Hafþór Andri Sigrúnarson.

Jötnar héldu síðan áfram uppteknum hætti í síðustu lotunni en þrátt fyrir töluvert meiri sóknarþunga af þeirra hálfu skiptust liðin á jafnan hlut hvað markaskorun varðaði. Ingvar Þór Jónsson gerði mark Jötna en Arnþór Bjarnason mark SR Fálka. 

Mörk/stoðsendingar Jötnar:

Jóhann Leifsson 1/0
Hafþór Andri Sigrúnarson 1/0
Ingvar Jónsson 1/0
Andri Mikaelsson 0/3
Björn Jakobsson 0/1

Refsingar Jötnar: 22 mínútur.

Mörk/stoðsendingar SR Fálkar:

Arnþór Bjarnason 1/0
Kári Guðlaugsson 0/1
Tómas Tjörvi Ómarsson 0/1

Refsingar SR Fálka: 26 mínútur.

HH