Jötnar - Húnar umfjöllun

Úr myndasafni
Úr myndasafni


Húnar tóku á sig ferðalag í gær og mættu Jötnum í meistaraflokki karla á Akureyri. Leiknum lauk með sigri Jötna sem gerðu sjö mörk gegn fimm mörkum Húna.

Edmunds Induss kom Húnum yfir snemma í fyrstu lotu en það var jafnframt eina markið í lotunni þrátt fyrir að tækifærin vantaði ekki.

Önnur lota var öllu markadrýgri. Jón Benedikt Gíslason, sem kominn er í sitt gamla félag jafnaði metin fyrir Jötna á annarri mínútu og stuttu síðar Sigurður Sigurðsson þeim í 2 - 1. Lars Foder jafnaði metin fyrir Húna í 2 – 2 en lengra komust þeir ekki því Jötnar breyttu stöðunni í 5 – 2 áðu en lotan var úti.

Staða Jötna batnaði enn frekar þegar fyrrnefndur Jón B. Gíslason kom þeim í 6 – 2 forystu eftir fimm mínútna leik í þriðju lot. Húnar gáfust hinsvegar ekki upp og með þremur mörkum frá Úlfari Andréssyni, Ellert Þórssyni og Edmunds Induss á þriggja mínútna kafla breyttu þeir stöðunni í 6 – 5 og enn átta mínútur eftir af leiknum. Stuttu fyrir leikslok drógu Húnar markmann sinn af velli og bættu manni í sóknina til að freista þess að jafna. Það gekk ekki upp og Jóhann Leifsson gulltryggði sigur Jötna með auðveldu marki.

Mörk/stoðsendingar Jötna:

Jón B. Gíslason 3/0
Jóhann Leifsson 2/2
Orri Blöndal 1/1
Sigurður Sigurðsson 1/0
Stefán Hrafnsson 0/1
Ben Di Marco 0/1

Refsingar Jötna: 8 mínútur.

Mörk/stoðsendingar Húna:

Edmunds Induss 2/0
Ellert Þórsson 1/0
Lars Foder 1/0
Úlfar Andrésson 1/0
Bóas Gunnarsson 0/2

Refsingar Húna: 6 mínútur

Mynd: Ásgrímur Ágústsson

HH