Jötnar - Húnar umfjöllun


Jötnar báru á laugardaginn sigurorð af Húnum með níu mörkum gegn átta á íslandsmóti karla í íshokkí en leikurinn fór fram á Akureyri. Úrsltin réðust ekki fyrr en í vítakeppni að loknum venjulegum leiktíma og framlengingu en þá skoraði Stefán Hrafnsson úr  áttunda vítinu sem tekið var í vítakeppninni.
Það voru Húnar sem höfðu frumkvæðið til að byrja með í leiknum því þeir áttu fyrstu tvö mörkin í lotunni og enduðu á að fara með 2 – 3 forskot inn í leikhléið. Þeir bættu svo um betur í annarri lotu og að henni lokinni voru þeir komnir í tveggja marka forystu en staðan að henni lokinni var 3 – 5. Jötnar fóru hinsvegar að bíta frá sér í þriðju og síðustu lotunni en alls voru átta mörk skoruð í henni. Þegar rétt rúmlega tvær mínútur voru eftir af síðustu lotunni var staðan jöfn 7 – 7 en þá kom Gunnlaugur Guðmundsson Húnum yfir. Sú sæla var hinsvegar skammvinn því fáeinum sekúndum seinna fengu Jötnar vítaskot sem Ben DiMarco skoraði úr.

Mörk/stoðsendingar Jötnar:

Helgi Gunnlaugsson 3/0
Ben DiMarco 2/3
Stefán Hrafnsson 1/3
Orri Blöndal 1/1
Andri Ólafsson 1/0
Ingólfur Elíasson 1/0
Jóhann Leifsson 0/1
Rett Vossler 0/1

Refsingar Jötna: 18 mínútur.

Mörk/stoðsendingar Húna:

Brynjar Bergmann 3/2
Sturla Snær Snorrason 2/0
Bóas Gunnarsson 1/0
Gunnlaugur Guðmundsson 1/0
Lars Foder 1/0
Andri Helgason 0/1
Edmunds Induss 0/1

Refsingar Húna: 29 mínútur.