Jötnar - Húnar umfjöllun

Úr myndasafni
Úr myndasafni

Jötnar og Húnar áttust við á íslandsmótinu í gærkvöld. Leiknum lauk með sigri Jötna sem gerðu fjögur mörk gegn tveimur mörkum Húna. Ómar Smári Skúlason var kominn á ísinn aftur eftir meiðsli og einnig lék Steinar Grettisson með norðanmönnum en hann hefur verið í fríi frá ísnum um nokkurt skeið. Yngri leikmenn fengu líka að sýna sig og létu gott tækifæri ekki framhjá sér fara.

Jötnar sem náðu forystunni með tveimur mörkum frá Sigmundi Sveinssyni en Ingi Hafdísarson minnkaði muninn fyrir Húna áður en fyrsta lotan var úti. Það var síðan Helgi Gunnlaugsson sem kom Jötnum í 3 -1 forystu í annarri lotu. Snemma í þriðju lotu minnkaði hinsvegar Kristján Albert Kristinsson muninn fyrir Húna og hleypti um leið spennu í leikinn en þetta er fyrsta mark Kristjáns í meistaraflokki. Fyrrnefndur Steinar Grettisson sá hinsvegar um að gulltryggja Jötnum sigurinn þegar um átta mínútur lifðu leiks og stigin þrjú því þeirra.

Mörk/stoðsendingar Jötnar:

Sigmundur Sveinsson 2/0
Steinar Grettisson 1/1
Helgi Gunnlaugsson 1/0
Stefán Hrafnsson 0/2
Sigurður Reynisson 0/1
Ingþór Árnason 0/1
Andri Ólafsson 0/1
Orri Blöndal 0/1
Björn Jakobsson 0/1

Refsingar Jötnar: 14 mínútur

Mörk/stoðsendingar Húnar:

Kristján Albert Kristinsson 1/0
Ingi Hafdísarson 1/0
Andri Snær Sigurvinsson 0/1
Dave Macisaac 0/1

Refsingar Húnar: 22 mínútur

Mynd: Sigurgeir Haraldsson

HH