Jötnar - Húnar umfjöllun


Frá leiknum í gærkvöld                                                                                                                    Mynd: Sigurgeir Haraldsson

Jötnar og Húnar léku á íslandsmótinu í  gærkvöld. Leikurinn fór fram á Akureyri en lauk með sigri gestanna úr Húnum sem gerðu 5 mörk gegn 3 mörkum Jötna.
Leikurinn var nokkuð sveiflukenndur og svo óvenjulega vildi til að tvisvar í leiknum voru skoruð tvö mörk á um háfri mínútu.

Það Úlfar Jón Andrésson sem náði forystunni fyrir Húna strax í byrjun leikins og áður en fyrsti leikhluti var hálfnaður bætti Edmunds Induss öðru marki við fyrir Húna. Ekki komu fleiri mörk í fyrstu lotunni og staðan því 0 – 2 fyrir Húna.

Jóhann Leifsson svaraði fyrir Jötna í annarri lotu með marki sem jafnframt var eina mark lotunnar en markið kom strax í upphafi lotunnar.

Það var hinsvegar í þriðju lotunni sem hlutirnir fóru að gerast. Brynjar Bergmann kom Húnum í 1 – 3 strax í byrjun lotunnar og lengi vel leit út fyrir að þetta dygði Húnum. Jötnar jöfnuðu hinsvegar leikinn með tveimur mörkum á innan við mínútu. Fyrra markið átti Andri Freyr Sverrisson en það síðara Zdenek Prochazka. Rétt fyrir leikslok misstu Húnar mann af velli þegar Trausti Bergmann fékk dóm fyrir chargin. En einum færri náðu Húnar að skora tvö mörk á síðustu mínútunni. Það fyrra átti Brynjar Bergmann en það síðara Úlfar Jón Andrésson.

Mörk/stoðsendingar Jöntar:

Zdenek Prochazka 1/1
Jóhann Már Leifsson 1/0
Andri Freyr Sverrisson 1/0
Ingþór Árnason 0/1

Refsingar Jötnar: 14 mínútur

Mörk/stoðsendingar Húnar:

Brynjar Bergmann 2/0
Úlfar Jón Andrésson 2/0
Indass Edmunds 1/0
Þórður Þórðarson 0/1
David MacIsaac 0/1
Steindór Ingason 0/1
Falur Guðnason 0/1

Refsingar Húnar: 37 mínútur