JÖTNAR - HÚNAR 2. ÚRSLITALEIKUR Í OPNUM FLOKKI

Úr myndasafni
Úr myndasafni

Annar leikur í úrslitarimmunni í opnum flokki milli Jötna og Húna fór fram á Akureyri sl. laugardag. Leiknum lauk með sigri Húna sem gerðu fimm mörk án þess að Jötnar næður að svara fyrir sig. Með sigrinum tryggðu Húnar sér titilinn í opnum flokki árið 2014.

Þrá fyrir að jafnræði væri með liðunum lengi vel gekk þeim ekkert að koma pökknum í netið hjá andstæðingnum og það var ekki fyrr en leikurinn var hálfnaður að nýliðinn í karlalandsliðinu, Andri Már Helgason, braut ísinn og kom Húnum á blað. Skömmu síðar bætti Thomas Nielsen við öðru marki fyrir Húna þegar þeir nýttu sér að vera manni fleiri á svellinu og með 0 - 2 forystu Húna fóru liðin inn í leikhlé.
Strax í upphafi þriðju lotu bættu Húnar enn í þegar Lars Foder gerði marki eftir stoðsendingu frá Thomas Nielsen. Dæmið snerist síðan við hvað stoðsendingu og mark áhrærði skömmu síðar, þ.e. fyrrnefndur Thomas skoraði eftir stoðsendingu frá Lars. Thomas átti einnig lokaorð leiksins og aftur voru Jötnar manni færri á ísnum.

Keppni í meistaraflokki karla og kvenna er nú lokið á þessu tímabili en fljótlega fer undirbúningur á fullt fyrir næsta tímabil.

Við óskum Húnum til hamingju með titilinn.

Refsingar Jötna: 8 mínútur.

Mörk/stoðsendingar Húna:

Thomas Nielsen 2/3
Lars Foder 2/2
Andri Már Helgason 1/1

Refsingar Húna: 20 mínútur.

Mynd: Sigurgeir Haraldsson

HH