Jötnar - Húnar

Frá leik liðanna fyrr í vetur
Frá leik liðanna fyrr í vetur

Klukkan 17.00 fer fram á Akureyri annar leikur Jötna og Húna í úrslitaeinvíginu í opnum flokki karla. Þetta er annarr leikur liðanna í úrslitakeppninni en þann fyrsta unnu Húnar með fjórum mörkum gegn tveimur en sá leikur fór fram í Egilshöllinni síðastliðinn miðvikudag. Það lið sem fyrr verður til að vinna tvo leiki hampar titlinum í flokknum sem þýðir að vinni Húnar í kvöld hampa þeir titlinum. Vinni Jötnar verður þriðji leikurinn hinsvegar leikinn þriðjudaginn 1. apríl í Egilshöllinni. Liðskipan liðanna kemur á tölfræðisíðuna síðar í dag. 

Mynd: Sigurgeir Haraldsson

HH