Jötnar - Björninn umfjöllun


Lars Foder í kröppum dansi.                                                                                        Mynd: Elvar Freyr Pálsson

Jötnar og Björninn áttust við í fjörugum leik á laugardagskvöld. Leiknum leik með sigri gestanna í Birninum sem gerðu fjögur mörk gegn þremur mörkum Jötna.
Öll mörkin í fyrstu lotu komu þegar liðsmunar gætti (powerplay) liðinu sem skoraði í hag.
Lars Foder kom Jötnum  yfir um miðja lotu en Bjarnarmenn jöfnuðu metin á 15. mínútu Markið gerði Sergei Zak. Rétt fyrir lotulok kom Hjörtur Geir Björnsson Birninum svo yfir.  Staðan þvi 1 – 2 Birninum í vil eftir fyrstu lotu og leikurinn galopinn. 
Strax í upphafi annarrar lotu jöfnuðu Jötnar metin með marki frá Ingvari Jónssyni og um miðja lotu kom Andri Mikaelsson þeim yfir í 3 – 2. Bjarnarmenn náðu hinsvegar skömmu fyrir lotulok að jafna metin og var þar á ferðinni Matthías Skjöldur Sigurðsson. Staðan því 3 – 3 eftir aðra lotu og enn 20 mínútur eftir af spennandi leik.
Þriðja lotan var síðan æsispennandi allt fram á síðustu sekúndu. Birkir Árnason fyrrum leikmaður SA skoraði markið sem skildi liðin að undir lokin en þá léku Bjarnarmenn 5 á 3, þ.e. tveir Jötnar tóku út refsingu í boxinu. Um tuttugu sekúndum fyrir leikslok fengu Jötnar svo kjörið tækifæri til að jafna, og koma leiknum í framlengingu, þegar þeim var dæmt vítaskot. Lars Foder náði ekki að nýta færið og stigin þrjú voru Bjarnarmanna.

Mörk/stoðsendingar Jötnar:

Lars Foder 1/2
Ingvar Jónsson 1/1
Andri Mikaelsson 1/0
Bergur Jónsson 0/1

Refsingar Jötnar: 34 mínútur.

Mörk/stoðsendingar Björninn:

Birkir Árnason 1/1
Matthías S. Sigurðsson 1/1
Hjörtur G. Björnsson 1/0
Sergei Zak 1/0
Ólafur Hrafn Björnsson 0/1

Refsingar Björninn: 18 mínútur.

HH