Jólagetraun - úrslit

Við gerðum það til gamans hérna fyrir jól að efna til jólagetraunar. Því miður var þátttakan frekar dræm þannig að óþarfi er að endurtaka leikinn. Hvað sem því líður þá var það Daníel Freyr Jóhannsson sem var með flest svörin rétt og óskum við honum til hamingju með það. Daníel Freyr getur vitjað verðlaunanna með því að hafa samband í síma 514-4075 eða senda okkur tölvupóst á ihi@ihi.is.

HH