Jólagetraun

Í tilefni jólanna ákváðum við að skella upp léttri getraun um reglur og fleira úr íshokkí. Til að hjálpa aðeins til þá má finna flest svörin hérna á heimasíðunni hjá okkur eða í Case Book þeirri sem Alþjóða Íshokkísambandið gefur út. Það gæti því verið óvitlaust að leita í Google að Case Book IIHF og byrja að lesa sér til. Verðlaunin eru eitt stykki landsliðstreyja í hvítu eða bláu.   

1. Línudómari verður var við brot sem leiðir til Áfellis- eða Leikdóms (MP) en áður en leikurinn stöðvast skorar sóknarliðið. Dómarinn dæmir:
 
a) mark.
b) mark og refsingu á leikmanninn.
c) ekki mark en leikmaðurinn fær refsingu.

2. Sóknarmaður slær til pökksins með hendinni og pökkurinn fer í kylfuna hjá leikmanni andstæðinganna og þaðan í markið. Dómarinn dæmir:

a) mark.
b) ekki mark.

3. Hvaða leikmaður sænska landsliðsins hefur tvisvar sinnum náð að komast í þrefalda gullklúbbinn?

a) Emil Forsberg.
b) Fredrik Modin.
c) Peter Forsberg.
d) Henrik Zetterberg.

4. Þormóður Viðarsson sóknarmaður Stubbana er út við annan enda sóknarsvæðisins og ætlar að gefa pökkinn til baka á liðsfélaga en ekki vill betur til en svo að pökkurinn fer út í hlutlausa svæðið. Þar fer hann í Lalla línudómara og aftur inn í sóknarsvæðið þar sem Þormóður nær pekkinum aftur. Lalli línudómari dæmir;

a)
     ekkert.
b)     rangstöðu.

5. Hvaða lið varð íslandsmeistari í 3ja aldursflokki karla keppnistímabilið 2007-8?

a) SR.
b) Björninn.
c) SA.
d) Narfi.

6. Freyr Guðlaugsson hjá Stubbunum situr í refsiboxinu og hugsar ráð sitt enda kominn á fornar slóðir. Hann tekur eftir þvi að liðsfélagi hans brýtur kylfuna sína. Freyr réttir leikmanninum sína kylfu. Dómarinn dæmir:
 
a) ekkert.
b) litla dóm á manninn í boxinu.
c) litla dóm á leikmanninn sem tók við kylfunni.
d) báðir leikmennirnir fá litla dóm.

7. Reynir Björn Pálsson leikmaður Dúskanna á hörkuskot sem markmaðurinn ver án þess þó að ná að halda pekkinum. Gísli Árni Arnarson liðsfélagi Reynis fylgir vel á eftir og nær að skora. Reynir fær:

a) skráða á sig stoðsendingu.
b) ekki skráða á sig stoðsendingu.

8. Hver var fyrirliði íslenska kvennalandsliðsins sem vann HM í Miercurea Ciuc í Rúmeníu í mars síðastliðnum?

a) Sarah Smiley.
b) Hanna Rut Heimisdóttir.
c) Jónína Margrét Guðbjartsdóttir.
d) Flosrún Vaka Jóhannesdóttir.

9. Leikmaður Dúskanna kemst einn í gegn og er með fulla stjórn á pekkinum þegar hann er felldur (tripping). Pökkurinn er á lausu og liðsfélagi hans pikkar hann upp og nær hreinu skoti án þess þó að skora. Dómarinn dæmir:

a) ekkert.
b) víti.
c) litla dóm á varnarmanninn.

10. Hversu mörg landslið kepptu á vegum ÍHÍ á síðastliðnu keppnistímabili?

a) 2
b) 3
c) 4

11. Hvaða leikmaður var kosinn íshokkímaður ársins 2007?

a) Jón B. Gíslason.
b) Sergei Zak.
c) Gauti Þormóðsson.
d) Jónas Breki Magnússon.
e) Birgir Hansen.

12. Starfsmönnum leiksins urðu á mistök og héldu leikmanni Kattanna of lengi í boxinu. Á meðan náðu Mýsnar að skora mark. Dómarinn dæmir:

a)
     mark.
b)     ekki mark.

Aukaspurningin. Hvernig endaði leikurinn mill SR og SA sem þetta mark var skorað í?

a) 6 – 1
b) 1 – 6
c) 3 – 4
d) 5 – 4

Senda á svörin á ihi@ihi.is fyrir 23. desember og verður þá dregið úr réttum innsendum svörum. Öllum er heimil þáttaka en látið nafn og símanúmer koma fram á svarblaðinu.

HH