Jólafrí

Þá eru flest íshokkífólk komið í frí frá skautunum yfir hátíðirnar eftir fjörugt haust og fyrrihluta vetrar.  Fríið verður þó ekki mjög langt hjá leikmönnum meistaraflokks því SA og SR munu mætast á milli jóla og nýárs á Akureyri, n.t.t. þann 29. desember auk þess sem Narfi og Björninn takast á í höfuðborginn á föstudaginn 28. desember.
 
Því trúum við því og treystum að leikmenn fari varlega í jólasteikurnar og mæti léttfættir í leikina að vanda.