Íslenskir dómarar standa sig vel

Helgi Páll Þórisson og Jón Heiðar Rúnarsson dæmdu í dag leik í sænsku U16 ára deildinni, fyrstir íslenskra dómara.  Leikurinn var á milli Rödovre og Kristianstad og "supervisor" á leiknum var hinn danski Kim Petersen.  Strákarnir stóðu sig með mikilli prýði og fengu góða umsögn frá þeim erlendu eftir leikinn.
 
Á morgun dæma þeir svo annan leik og verður hann eftir því sem er best vitað á milli danskra liða.