Íslendingar erlendis

Þorbjörg Eva og Herborg Rut
Þorbjörg Eva og Herborg Rut

Um síðastliðinna helgi var haldið í Osló U18 ára kvennamót (Kretslag jente turnering). Fyrirkomulagið á þessum mótum  er þannig að fylkin(kretsin) kalla saman allar stelpur til æfinga um haustið sem eru í  U 13 - U 18. Eftir tvær æfingar eru síðan valdar þær stelpur sem komast í  fylkisliðin það árið.

Eitt fylkið er Östfold/Vestfold/Telemark og Buskerud. Að þessu sinni voru í því liði tvær íslenskar stelpur, þær Þorbjörg Eva Geirsdóttir og Herborg Rut Geirsdóttir. Þorbjörg Eva hefur áður verið valinn í fylkisliðið en Herborg Rut var nú valinn á sínu fyrsta ári.
Skemmst er frá því að segja að fylkislið þeirra systra vann mótið en það er í fyrsta sinni sem einhver annar en Osló vinnu mótið.
Í hópnum sem mætir á mótið eru um 130 bestu stelpur Noregs samankomnar til að spila hokkí en mótið er notað til að velja í landslið norðmanna í þessum aldursflokki.

Að móti loknu var Þorbjörg Eva síðan valin besti varnarmaður í U 18 í Noregi.

HH