Íslandsmótið hefst á morgun laugardag

Íslandsmótið í meistaraflokki karla er að hefjast á morgun laugardag. Þá spila SA og SR í Skautahöllinni á Akureyri. Dómari leiksins er Snorri Gunnar Sigurðarsson. Þetta verður fyrsti leikur á vegum ÍHÍ sem er í beinni útsendingu á netinu. Hér til vinstri á síðunni er komin stór og myndarlegur takki sem þú þarft að smella á og þá getur þú fylgst með leiknum í beinni. Á sama stað verður síðan alltaf hægt að nálgast upplýsingar um leikina eftirá auk þess sem hægt er að skoða tölfræði fyrir leikmenn, lið og dómara.
Hokkífólk, góða skemmtun...