Íslandsmótið hálfnað hjá meistaraflokki

Á laugardagskvöldið fóru fram tveir leikir í Íslandsmótinu í íshokkí í meistaraflokki.  Leikirnir fóru báðir fram á Akureyri og hófst fyrri leikurinn kl. 17:00 og þar voru það Skautafélag Akureyrar og Skautafélag Reykjavíkur sem mættust í þriðja skiptið í vetur.  Jafnræði var með liðunum fram í þriðju lotu en þá tóku SR-ingar að síga framúr og sigruðu leikinn með 7 mörkum gegn 3.  Loturnar fóru 1-1, 1-3 og 1-3.
Kl 20:00 tóku Narfamenn á móti Bjarnarmönnum og þar voru tvær lotur frekar jafnar þ.e.a.s. 1. lota og 3. en í 2. lotu voru skoruð 9 mörk, 3 frá Narfanum og 6 frá Birninum.  Lokastaðan varð 9 mörk gegn 4 Bjarnarmönnum í vil.  Loturnar fóru 1-3, 3-6 og 0-0.
Þetta voru tvær síðustu viðureignir 3. umferðar og nú hefur hvert lið spilað 9 leiki.  Undankeppnin er nú hálfnuð og Skautafélag Reykjavíkur  er efst ósigrað með 27 stig, næst kemur Björninn með 15 stig, þá SA með 11 stig og Narfi rekur lestina með 1. stig.