Íslandsmót, Reykjavíkurmót í Laugardal

Nú um helgina er verið að leika hokkí frá morgni til kvölds í Laugardalnum. Þetta mót er þriðja mótið í mótaröð til Íslandsmeistaratitils. Nokkuð hefur verið um það rætt hvaða form sé á Íslandsmóti barna þetta tímabil og til þess að varpa ljósi á þetta er rétt að taka fram eftirfarandi.

ÍHÍ og móta og dómaranefnd settu sér það mark að barnamót á vegum sambandsins yrðu 3 eitt í hverri höll. Þannig er mótið nú um helgina hluti af íslandsmóti og mun ÍHÍ veita verðlaun sem eru fyrir árangur og þátttöku á íslandsmótaseríunni. Eftir sem áður eru veitt verðlaun fyrir þetta mót sérstaklega.

Því miður fór svo að Akureyringar tilkynntu að þeir sæju sér ekki fært að koma til keppni að þessu sinni og er það miður. Ákveðið var að breita mótinu þannig að þetta verður Reykjavíkur mót með nýju sniði þar sem hefðbundin félaga skil eru brotin upp.