Íslandsmót 4.flokkur 23.-24. september 2017

Íslandsmót 4.fl í Skautahöllinni Laugardal
Íslandsmót 4.fl í Skautahöllinni Laugardal

Um helgina er fyrsta helgarmót vetrarins hjá 4.flokki og er það Skautafélag Reykjavíkur sem sér um mótið.

Skautafélag Reykjavíkur og Skautafélag Akureyrar senda tvö lið hvort á mótið og Björninn er með eitt lið.

Eigum við von á fjörugu og skemmtilegu móti í Skautahöllinni í Laugardal.

Allir eru velkomnir að koma og horfa á og styðja sitt lið.

Keppnin hefst á laugardagsmorgun kl 8:00 með leik SR og SA.  Keppni líkur svo um hádegisbil á sunnudag.

Dagskrá, ýta hér.