Íslandsmót

Nú fer að styttast í það að Íslandsmótið í íshokkí fari að hefjast. Eins og á síðasta tímabili munum við birta leiki vikunnar í glugga hérna hægra megin á forsíðunni. Leikvikan er þá uppfærð á mánudögum en þó mun koma fyrir að eldri leikir verða látnir sitja eftir í glugganum með úrslitum eitthvað frameftir vikunni. Að þessu sinni eru það drengirnir í 3ja flokk SR og SA sem hefja íslandsmótið og sjálfsagt mun sumum þeirra finnast það kærkomin breyting frá því í á síðasta tímabili. Þá var mótið í 3ja flokki spilað í helgarmótum og áhugasömum drengjum fannst helst til of langt milli móta Nú hefur verið bætt úr og vonandi mæta menn hressir til leiks.

Myndin var tekin á síðasta tímabili en þá tóku SR-ingar titilinn í þessum flokki. 

HH