Íslandsmeistarar U14 íshokkí 2019

SA Íslandsmeistari 2019, leikmenn U14
SA Íslandsmeistari 2019, leikmenn U14

Skautafélag Akureyrar aldurshópur U14 tryggði sér Íslandsmeistaratitilinn um liðna helgi, í báðum hópum A og B.

Íshokkísamband Íslands stendur fyrir þremur helgarmótum fyrir aldurshópinn U14 sem telja til Íslandsmóts.

Fimm lið hafa tekið þátt, þrjú í A hóp og tvö í B hóp.  Skautafélag Akureyrar bar sigur úr býtum í báðum hópum og eru því Íslandsmeistarar 2019 U14.

Innilega til hamingju með sigurinn.