Ísland vann Bosníu-Herzegóveníu 9 - 0 í gærkvöldi.

Myndina tók Skapti Hallgrímsson hjá akureyri.net
Myndina tók Skapti Hallgrímsson hjá akureyri.net

Leikurinn í gærkveldi var heldur auðveldur fyrir okkar drengi sem báru höfuð og herðar yfir andstæðinga sína.  Fyrsta mark leiksins kom strax í fyrstu skiptingu en þrátt fyrir góða byrjun varð þetta eina markið í lotunni.  Í 2. lotu héldu yfirburðirnir áfram og lauk henni með 3 ósvöruðum mörkum og í síðustu lotunni bættust við 5 mörk og loka niðurstaðan 9 - 0 sigur.

Liðið leit vel út og var öruggt í sínum aðgerðum, uppspilið leit vel út og gestirnir komust sjaldan í gegnum vörnina.   Þórir Aspar lokaði markinu og gaf gestunum engan séns.  Áhorfendur stóðu sem fyrr þétt við bakið á liðinu og það var gaman að fylgjast með stemningunni á pöllunum.

Í dag er frídagur á mótinu en á morgun mætir íslenska liðið því tyrkneska og þar má reikna með hörkuleik.   

Mörk og stoðsendingar 

Ólafur Björgvinsson 1/3
Ormur Jónsson 3/0
Arnar Kristjánsson 2/0
Birkir Einisson 1/1
Uni Blöndal 0/2
Aron Ingason 0/2
Viktor Mojzyszek 1/0
Hektor Hrólfsson 1/0
Helgi Bjarnason 0/1
Daníel Ryan 0/1
Haukur Steinsen 0/1