Ísland valtaði yfir Búlgaríu.

Búlgarar sáu ekki til sólar í leik sínum á móti Víkinga-landsliði Íslands.
Leikurinn fór 8 - 1 fyrir okkar mönnum sem léku einsog hershöfðingjar allan leikinn.
Nokkrir af okkar yngri leikmönnum létu finna verulega fyrir sér og skoruðu þeir Sindri Már, Steinar Páll og Guðmundur Guðmundsson sín fyrstu landsliðsmörk.  Ekki má gleyma frumraun Arons Leví Stefánssonar sem landsliðsmarkmaður og stóð hann sig sérstaklega vel og varði, á stundum, hreint ótrúlega með sínum sérstaka stíl og hélt liðinu inni í leiknum þegar við vorum að spila manni, og stundum tveimur ,manni undir.

Næstu leikir verða nokkuð erfiðir þar sem S-Afríka, Nýja Sjáland og Mexíkó er með gríðarlega sterk lið og verður það nokkur átök að spila við þau.  Andinn í liðinu er sérstaklega góður og hefur liðsheild og samvinna verið einkenni liðsins.  Á morgun er áætlað að fara í skoðunarferð um nágreni Mexíkó þar sem skoðaðir verða nokkrir pýramídar í grend við borgina.  

Einsog áður .... fyrir þá sem vilja hafa samband við strákana þá er hægt að senda tölvupóst á helgi@linuskautar.is og þeim verður komið til skila.