Ísland - Tyrkland

Þá er komið að lokaleiknum og þeim leik sem að sjálfsögðu skipti öllu máli. Leiknum um gullið. Við viljum sérstaklega vekja athygli á því að leikurinn byrjar fyrr en leikirnir hafa gert hingað til. Þetta er gert vegna þess að íslenska liðið þarf að hefja heimferð sína skömmu eftir að leik lýkur. En semsagt leikurinn hefst klukkan 15.00 að okkar tíma og verður í beinn textalýsingu á tenglinum hérna hægra meginn einsog áður. Eitthvað vesen hefur verið á íhí-póstinum. Í það minnsta hefur ekki borist pistill frá dagbókarritaranum Birni Geir en myndunum hefur þó fjölgað á Google. Við treystum á að drengirnir ljúki verkefninu í með stæl og komi heim með gullið.

Myndina tók Björn Geir Leifsson

HH