Ísland sigraði Tyrkland 8 - 4

Ísland gerði sér lítið fyrir í gærkvöldi og lagði Tyrkland að velli með 8 mörkum gegn 4.  Ísland var sterkari aðilinn allan leikinn en gestirnir voru samt aldrei langt undan.  Loturnar fóru 3 – 1, 3 - 2 og 2 -1 og sigurinn var í raun aldrei í hættu.

Íslenska liðið er enn með fullt hús stiga og mætir í dag Lúxemborg sem hefur átt erfitt uppdráttar í þessari keppni og tapað öllum sínum leikjum stórt.  Ef fer sem horfir þá verður leikurinn á laugardaginn við Ísrael leikurinn um gullið.

 

Mörk og stoðsendingar

Arnar Kristjánsson 3/2
Uni Blöndal 3/1
Birkir Einisson 0/4
Ormur Jónsson 1/1
Kristján Jóhannesson 1/0
Haukur Karvelsson 0/1
Arnar Karvelsson 0/1

Í milli stanganna stóð Þórir Aspar vaktina og varði 24 skot.