Ísland sigraði Rúmeníu 3-2

Stelpurnar okkar sigruðu Rúmena í kvöld 3-2eftir skemmtilegan og spennandi leik. 
Mörk Íslands skoruðu Flosrún Jóhannesdóttir með stoðsendingu frá Hönnu Heimisdóttur,  Hanna Rut Heimisdóttir eftir stoðsendingar frá Sigrúnu Árnadóttur og Önnu Sonju Ágústsdóttur. Þriðja markið skoraði  
Elva Hjálmarsdóttir eftir stoðsendingar frá Sigríði Finnbogadóttur og Birnu Baldursdóttur. Bergþóra Bergþórsdóttir var valinn maður leiksins í Íslenska liðinu.
Nánari lýsingu og upplýsingar frá leiknum er hægt að sjá í fréttinni hér á undan og á síðu IIHF http://www.iihf.com/channels1011/ww-iv/statistics.html 
Myndir teknar af Elvari Frey Pálssyni eru einnig á síðu IIHF
http://www.iihf.com/channels1011/ww-iv/pictures.html

Ísland á síðan aftur leik annað kvöld kl. 20.00 gegn Suður Afríku. Allir að mæta til að hvetja stelpurnar okkar til dáða.